Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:00 ÍR-ingar léku í Grill 66 deildinni í vetur þar til að hlé var gert í handboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því á Stöð 2 Sport í síðustu viku að ákveðið hefði verið að leggja niður kvennalið félagsins sem og svokölluð U-lið karla og kvenna hjá félaginu. Karlaliðið, sem leikur í efstu deild, verður áfram til en hefur horft á eftir öflugum leikmönnum eftir að ákveðið var að ráðast í mikinn niðurskurð í rekstri deildarinnar. Sigurður var í dag í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag þar sem hann var spurður út í þá miklu gagnrýni sem handknattleiksdeildin hefur fengið, meðal annars frá leikmönnum kvennaliðsins: „Við förum ekki varhluta af þessum umræðum og við erum að hlusta. Við höfum rætt við leikmenn í kvennaboltanum og aðstandendur, og það er mjög jákvætt hve ofboðslega mikil grasrót er að koma í gang. Við höfum talað um það ef að það sjást raunhæfir möguleikar á borðinu þá er ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða ákvörðunina,“ sagði Sigurður. „Eins og við höfum sagt þá er þetta rekstrarleg niðurstaða og hún er ekki einföld. Stelpurnar eru búnar að leggja líf og sál í starfið undanfarin ár. Eins og við töluðum um um daginn þá er hluti af leikmannahópnum úr yngri flokkunum og 4. flokkurinn er gríðarlega efnilegur. Við höfum séð fyrir okkur að taka hlé á þessu liði og byggja upp, en miðað við viðbrögðin undanfarið þá er mikil stemning hérna í Breiðholtinu og við verðum bara að hlusta og skoða. Ef plönin eru raunhæf þá að sjálfsögðu endurskoðum við þetta,“ sagði Sigurður. Klippa: Sigurður Rúnars um Kvennalið ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Handbolti Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því á Stöð 2 Sport í síðustu viku að ákveðið hefði verið að leggja niður kvennalið félagsins sem og svokölluð U-lið karla og kvenna hjá félaginu. Karlaliðið, sem leikur í efstu deild, verður áfram til en hefur horft á eftir öflugum leikmönnum eftir að ákveðið var að ráðast í mikinn niðurskurð í rekstri deildarinnar. Sigurður var í dag í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag þar sem hann var spurður út í þá miklu gagnrýni sem handknattleiksdeildin hefur fengið, meðal annars frá leikmönnum kvennaliðsins: „Við förum ekki varhluta af þessum umræðum og við erum að hlusta. Við höfum rætt við leikmenn í kvennaboltanum og aðstandendur, og það er mjög jákvætt hve ofboðslega mikil grasrót er að koma í gang. Við höfum talað um það ef að það sjást raunhæfir möguleikar á borðinu þá er ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða ákvörðunina,“ sagði Sigurður. „Eins og við höfum sagt þá er þetta rekstrarleg niðurstaða og hún er ekki einföld. Stelpurnar eru búnar að leggja líf og sál í starfið undanfarin ár. Eins og við töluðum um um daginn þá er hluti af leikmannahópnum úr yngri flokkunum og 4. flokkurinn er gríðarlega efnilegur. Við höfum séð fyrir okkur að taka hlé á þessu liði og byggja upp, en miðað við viðbrögðin undanfarið þá er mikil stemning hérna í Breiðholtinu og við verðum bara að hlusta og skoða. Ef plönin eru raunhæf þá að sjálfsögðu endurskoðum við þetta,“ sagði Sigurður. Klippa: Sigurður Rúnars um Kvennalið ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Handbolti Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30