„Þór og KA eru ekki að fara að sameinast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 15:07 Úr leik með KA í Olís-deild karla í handbolta. vísir/bára Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00