Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2020 13:07 Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórnin geti gert betur í að styðja við heimilin og nýsköpun í þeim frumvörpum sem nú eru rædd á Alþingi og öll tengjast viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirunni. Stöð 2/Sigurjón Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12