Hinsegin dagar fara fram en verða aðlagaðir að breyttum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 12:30 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson er formaður Hinsegin daga. Hann segir hátíðina verða haldna í ár þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur. Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur.
Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira