Fyrrverandi kennari arfleiddi Landbúnaðarháskólann að 200 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri fékk rausnarlega gjöf frá fyrrverandi kennara. ja.is Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku.
Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira