Nota einungis myndefni frá Atlavík í nýju tónlistarmyndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2020 10:29 Hugar gefur út myndband við lagið Atlavík. Hljómsveitin Hugar gaf út sína fyrstu plötu árið 2014. Síðan þá hefur hún átt mikilli velgengni að fagna um heim allan og hefur tónlist hljómsveitarinnar meðal annars verið streymt yfir 50 milljón sinnum á Spotify. Það eru þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sem skipa bandið. Árið 2019 kom síðan út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, Varða, hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hljómsveitin spilað yfir hundrað tónleika um alla Evrópu, Bandaríkin og Asíu á síðustu misserum. Hugar frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Atlavík hér á Vísi en myndbandið er aðeins samanklippt myndefni frá útihátíðinni Atlavík. Hátíðin var haldið í Hallormsstaðarskógi um verslunarmannahelgina árin 1980-1985. „Lagið Atlavík varð til út frá einhverjum nostalgískum pælingum um stemminguna á Íslandi áður en við fæddumst. Bjórbann og innanlandsflug, útihátíðir og gömlu tjöldin, Ringo Starr og 80´s klæðnaður var allt eitthvað sem heillaði mikið og lagið hét alveg frá byrjun Atlavík,“ segir Bergur. Ólýsanleg stemning „Það var síðan seinna sem við fórum aðeins að kafa í þetta og fundum þetta myndefni hjá RÚV sem sýnir alveg ólýsanlega góða stemmingu. Veðrið rosalega gott og allir í banana stuði. Foreldrar okkar voru á svæðinu og við vorum svona mest að vona að við gætum séð glitta í þau en það hefur því miður enn ekki tekist, en sennilega geta einhverjir séð einhverja sem þeir kannast við og hlegið dátt.“ Hann segir að toppurinn á ruglinu sé að sjá fyrir sér Ringo Starr á svæðið af einhverjum ótrúlegum ástæðum. „Þar sem Jakob Frímann kom nú líklega eitthvað við sögu og svo að hann hafi einhvern veginn endað upp á sviði með Stuðmönnum. Við áttum auðvitað að vera á tónleikaferðalagi akkúrat um þessar mundir sem ekki varð svo við ákváðum að taka okkur saman og klára að gera tónlistarmyndband úr þessu efni við lagið til að reyna að miðla þessari stemmingu. Þetta er líka eitthvað Ísland sem útlendingar hafa ekki séð áður, engir hverir, fjöll eða fossar heldur bara alvöru íslensk útihátíð. Það er líka skemmtilegt á þessum undarlegu tímum að stökkva aðeins í tímavélina og rifja upp þessa goðsagnakenndu samkomu, svona í miðju samkomubanni.“ Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Hljómsveitin Hugar gaf út sína fyrstu plötu árið 2014. Síðan þá hefur hún átt mikilli velgengni að fagna um heim allan og hefur tónlist hljómsveitarinnar meðal annars verið streymt yfir 50 milljón sinnum á Spotify. Það eru þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sem skipa bandið. Árið 2019 kom síðan út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, Varða, hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hljómsveitin spilað yfir hundrað tónleika um alla Evrópu, Bandaríkin og Asíu á síðustu misserum. Hugar frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Atlavík hér á Vísi en myndbandið er aðeins samanklippt myndefni frá útihátíðinni Atlavík. Hátíðin var haldið í Hallormsstaðarskógi um verslunarmannahelgina árin 1980-1985. „Lagið Atlavík varð til út frá einhverjum nostalgískum pælingum um stemminguna á Íslandi áður en við fæddumst. Bjórbann og innanlandsflug, útihátíðir og gömlu tjöldin, Ringo Starr og 80´s klæðnaður var allt eitthvað sem heillaði mikið og lagið hét alveg frá byrjun Atlavík,“ segir Bergur. Ólýsanleg stemning „Það var síðan seinna sem við fórum aðeins að kafa í þetta og fundum þetta myndefni hjá RÚV sem sýnir alveg ólýsanlega góða stemmingu. Veðrið rosalega gott og allir í banana stuði. Foreldrar okkar voru á svæðinu og við vorum svona mest að vona að við gætum séð glitta í þau en það hefur því miður enn ekki tekist, en sennilega geta einhverjir séð einhverja sem þeir kannast við og hlegið dátt.“ Hann segir að toppurinn á ruglinu sé að sjá fyrir sér Ringo Starr á svæðið af einhverjum ótrúlegum ástæðum. „Þar sem Jakob Frímann kom nú líklega eitthvað við sögu og svo að hann hafi einhvern veginn endað upp á sviði með Stuðmönnum. Við áttum auðvitað að vera á tónleikaferðalagi akkúrat um þessar mundir sem ekki varð svo við ákváðum að taka okkur saman og klára að gera tónlistarmyndband úr þessu efni við lagið til að reyna að miðla þessari stemmingu. Þetta er líka eitthvað Ísland sem útlendingar hafa ekki séð áður, engir hverir, fjöll eða fossar heldur bara alvöru íslensk útihátíð. Það er líka skemmtilegt á þessum undarlegu tímum að stökkva aðeins í tímavélina og rifja upp þessa goðsagnakenndu samkomu, svona í miðju samkomubanni.“
Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira