Bárðarbunga sennilega öflugasta eldstöðvarkerfi landsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2020 07:00 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt. Á mánudag varð öflugur skjálfti í Bárðarbungu, tæplega fimm á stærð, en fimm skjálftar hafa orðið í Bárðarbungu af þeirri stærð frá því gosið í Holuhrauni lauk árið 2015. Árið 2014 var vel fylgst með Bárðarbungu enda augljóst að þar var kvikusöfnun í gangi. 29. ágúst það ár hafði kvikan í Bárðarbungu leitað 50 kílómetra norðaustur og kom upp á eins kílómetra langri sprungu í Holuhrauni. 28. febrúar árið 2015 lýsti vísindaráð almannavarna því yfir að gosinu í Holuhrauni væri lokið. En friðurinn stóð ekki yfir lengi. Haustið 2015 var kvikusöfnun hafin á ný með tilheyrandi skjálftavirkni sem enn stendur yfir. Eldstöðvarkefi Bárðarbungu nær suðvestur til Torfajökuls og norðaustur að Öskju.map.is „Þessi stóri skjálfti á mánudag er framhald af röð af slíkum skjálftum sem hefur verið í gangi alveg síðan haustið 2015 eftir að gosinu í Holuhrauni lauk og siginu þar með í Bárðarbungu. Þá var rólegt í nokkra mánuði en síðan fór að aukast skjálftavirknin aftur haustið 2015 og aðrar vísbendingar voru um það að það væri hafin kvikusöfnun upp á nýtt í Bárðarbungu. Þetta hefur haldið áfram óslitið síðan. Það líða nokkrir mánuðir á milli stórra skjálfta eins og núna eru en þetta er í raun og veru bara framhald af þessari skjálftasyrpu sem hófst þarna haustið 2015,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, um væringarnar í Bárðarbungu. Gosið gæti hvar sem er á Bárðarbungukerfinu Hann segir eldstöðvarkerfi Bárðarbungu í fullum gangi. „Þannig að það er í gangi raun og veru atburðarás sem ekkert sér fyrir endann á. Þetta er bara liður í henni. Ef að þessi kvikusöfnun heldur áfram þá leiðir það nú til frekari atburða og þeir gætu verið af ýmsum toga því Bárðarbungu eldstöðvarkerfið er mjög öflugt kerfi. Sennilega það öflugasta hér á landi.“ Páll bendir á að eldstöðvarkerfi Bárðarbungu nái alla leið suðvestur í Torfajökul og norðaustur að Öskju. „Þannig að það gæti svo sem verið atburðir hvar sem er á þessu kerfi. Bárðarbunga er naflinn í kerfinu og þar sum sé kvikusöfnun í gangi,“ segir Páll. Gæti tekið ár og áratugi Þetta ferli geti tekið mörg ár og ekkert endilega að fara að gerast á næstu vikum eða mánuðum. „Það gæti tekið ár eða jafnvel áratugi að safna þeirri kviku sem þarf til að koma næstu atburðum af stað.“ Við hvernig gosi má búast úr Bárðarbungu segir Páll ekki til neins að koma með einhverja heimsendaspá þó að Bárðarbungu sé að safna kviku. Eldstöðvarkerfin á Íslandi eru rúmlega þrjátíu talsins. „Þau geta gosið litlum gosum, stórum gosum og hamfaragosum. Og Bárðarbunga er kannski öflugasta kerfið. Bárðarbungukerfið er allavega það lang umfangsmesta af eldstöðvarkerfunum hér á landi. Hún getur gert alla mögulega skapaða hluti. Það geta verið hryllilegir atburðir og það geta verið meinlausir atburðir,“ segir Páll. Nokkur kerfi sýnt lífsmark Þetta sé partur af því að lifa á Íslandi þar sem eru 30 virk eldstöðvarkerfi og fjögur til fimm þeirra hafi sýnt lífsmark undanfarna mánuði og ár. „Og Bárðarbunga er eitt af þeim. Grímsvötn eru nú kannski einna næst því að gjósa. Þar hefur gos verið í undirbúningi alveg síðan síðasta gosi lauk árið 2011. Hekla hefur verið líka að undirbúa gos frá 2000 þegar hún gaus síðast. Katla er með allra rólegasta móti um þessar mundir. Það er kannski ekki við miklu að búast þar eins og sakir standa. En svo erum við náttúrlega með eldfjallakerfi hér nálægt höfuðborgarsvæðinu sem er Grindavík. Það hefur sýnt merki um kvikusöfnun alveg núna síðan í lok janúar,“ segir Páll Síðastliðinn ellefu hundruð ár hefur gosið 27 sinnum í Bárðarbungu, eða ríflega tvisvar á hverri öld. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt. Á mánudag varð öflugur skjálfti í Bárðarbungu, tæplega fimm á stærð, en fimm skjálftar hafa orðið í Bárðarbungu af þeirri stærð frá því gosið í Holuhrauni lauk árið 2015. Árið 2014 var vel fylgst með Bárðarbungu enda augljóst að þar var kvikusöfnun í gangi. 29. ágúst það ár hafði kvikan í Bárðarbungu leitað 50 kílómetra norðaustur og kom upp á eins kílómetra langri sprungu í Holuhrauni. 28. febrúar árið 2015 lýsti vísindaráð almannavarna því yfir að gosinu í Holuhrauni væri lokið. En friðurinn stóð ekki yfir lengi. Haustið 2015 var kvikusöfnun hafin á ný með tilheyrandi skjálftavirkni sem enn stendur yfir. Eldstöðvarkefi Bárðarbungu nær suðvestur til Torfajökuls og norðaustur að Öskju.map.is „Þessi stóri skjálfti á mánudag er framhald af röð af slíkum skjálftum sem hefur verið í gangi alveg síðan haustið 2015 eftir að gosinu í Holuhrauni lauk og siginu þar með í Bárðarbungu. Þá var rólegt í nokkra mánuði en síðan fór að aukast skjálftavirknin aftur haustið 2015 og aðrar vísbendingar voru um það að það væri hafin kvikusöfnun upp á nýtt í Bárðarbungu. Þetta hefur haldið áfram óslitið síðan. Það líða nokkrir mánuðir á milli stórra skjálfta eins og núna eru en þetta er í raun og veru bara framhald af þessari skjálftasyrpu sem hófst þarna haustið 2015,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, um væringarnar í Bárðarbungu. Gosið gæti hvar sem er á Bárðarbungukerfinu Hann segir eldstöðvarkerfi Bárðarbungu í fullum gangi. „Þannig að það er í gangi raun og veru atburðarás sem ekkert sér fyrir endann á. Þetta er bara liður í henni. Ef að þessi kvikusöfnun heldur áfram þá leiðir það nú til frekari atburða og þeir gætu verið af ýmsum toga því Bárðarbungu eldstöðvarkerfið er mjög öflugt kerfi. Sennilega það öflugasta hér á landi.“ Páll bendir á að eldstöðvarkerfi Bárðarbungu nái alla leið suðvestur í Torfajökul og norðaustur að Öskju. „Þannig að það gæti svo sem verið atburðir hvar sem er á þessu kerfi. Bárðarbunga er naflinn í kerfinu og þar sum sé kvikusöfnun í gangi,“ segir Páll. Gæti tekið ár og áratugi Þetta ferli geti tekið mörg ár og ekkert endilega að fara að gerast á næstu vikum eða mánuðum. „Það gæti tekið ár eða jafnvel áratugi að safna þeirri kviku sem þarf til að koma næstu atburðum af stað.“ Við hvernig gosi má búast úr Bárðarbungu segir Páll ekki til neins að koma með einhverja heimsendaspá þó að Bárðarbungu sé að safna kviku. Eldstöðvarkerfin á Íslandi eru rúmlega þrjátíu talsins. „Þau geta gosið litlum gosum, stórum gosum og hamfaragosum. Og Bárðarbunga er kannski öflugasta kerfið. Bárðarbungukerfið er allavega það lang umfangsmesta af eldstöðvarkerfunum hér á landi. Hún getur gert alla mögulega skapaða hluti. Það geta verið hryllilegir atburðir og það geta verið meinlausir atburðir,“ segir Páll. Nokkur kerfi sýnt lífsmark Þetta sé partur af því að lifa á Íslandi þar sem eru 30 virk eldstöðvarkerfi og fjögur til fimm þeirra hafi sýnt lífsmark undanfarna mánuði og ár. „Og Bárðarbunga er eitt af þeim. Grímsvötn eru nú kannski einna næst því að gjósa. Þar hefur gos verið í undirbúningi alveg síðan síðasta gosi lauk árið 2011. Hekla hefur verið líka að undirbúa gos frá 2000 þegar hún gaus síðast. Katla er með allra rólegasta móti um þessar mundir. Það er kannski ekki við miklu að búast þar eins og sakir standa. En svo erum við náttúrlega með eldfjallakerfi hér nálægt höfuðborgarsvæðinu sem er Grindavík. Það hefur sýnt merki um kvikusöfnun alveg núna síðan í lok janúar,“ segir Páll Síðastliðinn ellefu hundruð ár hefur gosið 27 sinnum í Bárðarbungu, eða ríflega tvisvar á hverri öld.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent