Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 12:07 Talsmaður Zoom segir starfsmenn fyrirtækisins miður sín vegna áreitisins. Vísir/Getty Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim. Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim.
Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira