Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2025 10:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki. Er það í kjölfar þess að maður frá Afganistan skaut tvo hermenn í Washington DC fyrr í mánuðinum. Annar hermaðurinn lét lífið en eftir það tilkynntu bandarískir embættismenn að til stæði að grípa til einhverskonar aðgerða, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Um er að ræða viðbót við takmarkanir sem Trump beitti fyrr á árinu en þær svipuðu mjög til múslimabannsins svokallaða, af Trump sjálfum, frá fyrra kjörtímabili hans. Trump tilkynnti í júní að fólki frá tólf ríkjum yrði meinað að koma til Bandaríkjanna og fólk frá sjö ríkjum stæði frammi fyrir takmörkunum. Tólf ríkin voru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Ríkin sjö voru Búrúndí, Kúba, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela. Nú er búið að bæta töluvert á listann. Fólki frá Búrkína Fasó, Malí, Níger, Suður-Súdan, Sýrlandi og Palestínu hefur alfarið verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafa takmarkanir verið settar á fólk frá Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Fílabeinsströndinni, Dóminíku, Gabon, Gambíu, Malaví, Máritaníu, Nígeríu, Senegal, Tansaníu, Tonga, Sambíu og Simbabve. Takmarkanirnar snúa bæði að fólki sem villa flytja til Bandaríkjanna eða ferðast þangað í öðrum tilgangi. Vísa til spillingar og annarra vandræða Í skipun Trumps segir að fólk frá þessum ríkjum sem hafi þegar fengið vegabréfsáritun, dvelji með löglegum hætti í Bandaríkjunum, erindrekar, íþróttamenn og aðrir sem taldir eru þjóna hagsmunum Bandaríkjanna séu undanþegnir þessum nýju takmörkunum. Í skipuninni segir einnig að í mörgum af þessum ríkjum sé spilling mikil og það geri yfirvöldum í Bandaríkjunum erfitt að ganga úr skugga um að menn þaðan séu þeir sem þeir segist vera. Þá hafi margir frá þessum ríkjum dvalið lengur í Bandaríkjunum en þeir mega og ráðamenn þeirra neitað að taka aftur við fólki þaðan. Forsvarsmenn réttindasamtaka innflytjenda í Bandaríkjunum segja breytingarnar ekkert hafa með þjóðaröryggi að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30 Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Er það í kjölfar þess að maður frá Afganistan skaut tvo hermenn í Washington DC fyrr í mánuðinum. Annar hermaðurinn lét lífið en eftir það tilkynntu bandarískir embættismenn að til stæði að grípa til einhverskonar aðgerða, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Um er að ræða viðbót við takmarkanir sem Trump beitti fyrr á árinu en þær svipuðu mjög til múslimabannsins svokallaða, af Trump sjálfum, frá fyrra kjörtímabili hans. Trump tilkynnti í júní að fólki frá tólf ríkjum yrði meinað að koma til Bandaríkjanna og fólk frá sjö ríkjum stæði frammi fyrir takmörkunum. Tólf ríkin voru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Ríkin sjö voru Búrúndí, Kúba, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela. Nú er búið að bæta töluvert á listann. Fólki frá Búrkína Fasó, Malí, Níger, Suður-Súdan, Sýrlandi og Palestínu hefur alfarið verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafa takmarkanir verið settar á fólk frá Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Fílabeinsströndinni, Dóminíku, Gabon, Gambíu, Malaví, Máritaníu, Nígeríu, Senegal, Tansaníu, Tonga, Sambíu og Simbabve. Takmarkanirnar snúa bæði að fólki sem villa flytja til Bandaríkjanna eða ferðast þangað í öðrum tilgangi. Vísa til spillingar og annarra vandræða Í skipun Trumps segir að fólk frá þessum ríkjum sem hafi þegar fengið vegabréfsáritun, dvelji með löglegum hætti í Bandaríkjunum, erindrekar, íþróttamenn og aðrir sem taldir eru þjóna hagsmunum Bandaríkjanna séu undanþegnir þessum nýju takmörkunum. Í skipuninni segir einnig að í mörgum af þessum ríkjum sé spilling mikil og það geri yfirvöldum í Bandaríkjunum erfitt að ganga úr skugga um að menn þaðan séu þeir sem þeir segist vera. Þá hafi margir frá þessum ríkjum dvalið lengur í Bandaríkjunum en þeir mega og ráðamenn þeirra neitað að taka aftur við fólki þaðan. Forsvarsmenn réttindasamtaka innflytjenda í Bandaríkjunum segja breytingarnar ekkert hafa með þjóðaröryggi að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30 Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30
Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58
Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45