Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:37 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. visir/Vilhelm Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira