Sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu Ólafur Ögmundarson skrifar 1. apríl 2020 11:30 Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun