Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:30 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna saman með velska landsliðinu á Cardiff City Stadium í undankeppni EM 2020. Getty/Nick Potts Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira