Fjögurra mánaða drengur á Akureyri greindist með COVID-19 Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. mars 2020 22:32 Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira