Fjögurra mánaða drengur á Akureyri greindist með COVID-19 Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. mars 2020 22:32 Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent