Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 22:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira