Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 22:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira