Bárðarbunga gýs að jafnaði tvisvar á öld: „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:39 Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira