Klæjar í puttana að byrja aftur að raka kafloðna og misklippta fastakúnna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2020 12:28 Vel þarf að gæta að sóttvarnareglum á næstu vikum. Unsplash/John Karlo Mendoza Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira