Heimilt að merkja með íslensku fánalitunum þó hluti vörunnar sé útlenskur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 10:42 Hluti karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur á íslenska fánanum eftir að hafa lagt enska landsliðið í Nice þann 27. júní árið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“ Neytendur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“
Neytendur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira