Fólkið í einna mestri smithættu: Sumir ókurteisir en fá líka þakkir fyrir að standa vaktina Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 11:30 Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira