„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 16:05 Ásgeir Örn niðurlútur eftir tapið fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna 2012. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn