Gerræði í skjóli krísu Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 31. mars 2020 16:23 Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun