Gerræði í skjóli krísu Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 31. mars 2020 16:23 Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun