Mikið tjón þegar uppgerð hlaða og fjós brunnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 11:00 Töluverðan tíma tók að komast að eldi sem var meðal annaras í þaki. Notast var við vatn og froðu. Vísir/Jóhann K. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira