Mikið tjón þegar uppgerð hlaða og fjós brunnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 11:00 Töluverðan tíma tók að komast að eldi sem var meðal annaras í þaki. Notast var við vatn og froðu. Vísir/Jóhann K. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira