Geðveikt álag Sigrún Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun