Meiri átroðningur í Strætó eftir að ferðum var fækkað vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 11:46 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“ Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“
Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50