Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:18 Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lagt í sameiningu fram fjórar breytingatillögur við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira