Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 12:19 Starfsfólk á ritstjórn DV fær að vita örlög sín í dag. Vísir/Vilhelm Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira