Dauðsföllum fækkar en Spánn tekur fram úr Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 12:01 Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni. AP/Alvaro Barrientos Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43