Herða reglur um sóttkví í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 21:51 Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi að sögn Shahin Gaini, smitsjúkdómalæknis í Færeyjum. Vísir/Getty Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27