Herða reglur um sóttkví í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 21:51 Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi að sögn Shahin Gaini, smitsjúkdómalæknis í Færeyjum. Vísir/Getty Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27