Lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum: 34% smitaðra á dvalarheimili í Washington létust Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 10:18 Frá hjúkrunarheimili í King County í Washington Getty/David Ryder Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent