Lærdómar úr fordæmaleysinu fyrir skipulag bæja Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:45 Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skipulag Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun