Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. apríl 2020 20:05 Miklar áhyggjur eru vegna öryggis Zoom, sem margir nota nú til fjarfunda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Getty Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05
Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15
Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15