Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. apríl 2020 20:05 Miklar áhyggjur eru vegna öryggis Zoom, sem margir nota nú til fjarfunda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Getty Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05
Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15
Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15