Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 14:33 Starfsmenn útfararstofu bera líkkistu til greftrunar í kirkjugarði í Barcelona í dag. Emilio Morenatti/AP Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira