Sex á gjörgæslu og í öndunarvél Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. mars 2020 12:04 Þrír voru í öndunarvél á Landspítalanum í gær. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira