Lífið

„Kaldhæðnislegt að hafa gefið út þetta lag núna þar sem það er ekkert gigg“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó og Bjössi sax fóru á kostum í Bítinu í morgun. 
Ingó og Bjössi sax fóru á kostum í Bítinu í morgun. 

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mætti í Bítið á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi og ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.

Lítið hefur verið að gera hjá Ingó síðustu daga vegna samkomubannsins og er hann því mestmegnis að semja nýja slagara.

Ingó flutti lagið Í kvöld er gigg sem hefur verið eitt vinsælasta lagið á landinu undanfarnar vikur.

„Það er kaldhæðnislegt að hafa gefið út þetta lag núna þar sem það er ekkert gigg í fjóra mánuði,“ sagði Ingó meðal annars í viðtalinu.

Hann flutti lagið og fékk aðstoð frá Bjössa Sax sem kemur jafnan fram með tónlistarmanninum en hér að neðan má sjá flutning þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×