Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 18:34 Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum segir mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og bankakerfið grípi til aðgerða til að styðja ferðaþjónustuna Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02