Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 18:34 Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum segir mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og bankakerfið grípi til aðgerða til að styðja ferðaþjónustuna Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent