Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 19:20 Fámennt er í þingsal þessa dagana vegna sóttvarna og flokkarnir velja sér fulltrúa til að tala í hverju máli. Þingmenn fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum eða heima hjá sér. Vísir/Frikki Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt. Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt.
Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16