Einar tekur við norsku liði: „Markmiðið að komast í úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 16:09 Einar þjálfar í Noregi næstu þrjú árin. vísir/daníel Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða