Einar tekur við norsku liði: „Markmiðið að komast í úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 16:09 Einar þjálfar í Noregi næstu þrjú árin. vísir/daníel Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira