Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 13:39 Tvær öldrunardeildir Landspítalans eru á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira