Stöðumælaverðir láta kórónuveiru ekki stoppa sig Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 15:31 Þó nú sé nóg af stæðum, Reykjavík er orðin hálfgerð draugaborg í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, þá halda stöðumælaverðir ótrauðir sínu striki. visir/jakob Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira