Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2020 08:34 Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli. Vísir Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögunum líði vel í fákeppni Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira
Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögunum líði vel í fákeppni Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira