Eldræða Magnúsar Scheving: „Við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 13:00 Magnús Scheving í Bítinu í morgun. Stöð 2 Athafnamaðurinn Magnús Scheving mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun og ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga um ástandið í samfélaginu í dag. „Sko það sem við þurfum að hugsa um núna er að ef við værum þjálfarar þá þurfum við að hugsa hver er styrkleiki okkar. Núna erum við að fara inn í erfiðan kafla og það er þoka framundan, það eru ský og óveður og nú þurfum við að fá fram alvöru skipstjóra, þjálfara eða leiðtoga. Ég held að þjóðin geti vel tekið við leiðsögn við svona aðstæður. Við Íslendingar erum ekkert rosalega góðir í því að gera langtímaplan,“ segir Magnús og heldur áfram. „En þegar skipið er sokkið þá erum Íslendingar langbestir til þess að komast af við þær aðstæður. Við erum vertíðarþjóð og höfum alltaf verið. Þetta kunnum við best. Þess vegna vorum við fljót út úr kreppunni og við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði,“ segir Magnús ákveðinn. Hann segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að fara núna í sömu átt. „Stundum þarf maður að hugsa „ég er kannski ekki alveg sammála þessu en við ætlum öll að keyra í sömu átt.“ Napoleon vann mörg stríð og hann vildi frekar hafa tvo heimska hershöfðingja sem fara í sömu átt við hliðina á sér heldur en tvo gáfaða sem fara í sitthvora áttina. Ég er aðeins að horfa á samfélagið núna og veit að þetta á eftir að versna miklu miklu meira. Þetta verður eins og sorgarferli og það á eftir að koma reiði og allskonar og við þurfum núna að fara hugsa sem 330 þúsund manna þjóð og gera vissa hluti til að hjálpa okkur og fara í sömu átt.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús sem er í raun einskonar eldræða. Klippa: Bítið - Magnús Scheving Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Athafnamaðurinn Magnús Scheving mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun og ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga um ástandið í samfélaginu í dag. „Sko það sem við þurfum að hugsa um núna er að ef við værum þjálfarar þá þurfum við að hugsa hver er styrkleiki okkar. Núna erum við að fara inn í erfiðan kafla og það er þoka framundan, það eru ský og óveður og nú þurfum við að fá fram alvöru skipstjóra, þjálfara eða leiðtoga. Ég held að þjóðin geti vel tekið við leiðsögn við svona aðstæður. Við Íslendingar erum ekkert rosalega góðir í því að gera langtímaplan,“ segir Magnús og heldur áfram. „En þegar skipið er sokkið þá erum Íslendingar langbestir til þess að komast af við þær aðstæður. Við erum vertíðarþjóð og höfum alltaf verið. Þetta kunnum við best. Þess vegna vorum við fljót út úr kreppunni og við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði,“ segir Magnús ákveðinn. Hann segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að fara núna í sömu átt. „Stundum þarf maður að hugsa „ég er kannski ekki alveg sammála þessu en við ætlum öll að keyra í sömu átt.“ Napoleon vann mörg stríð og hann vildi frekar hafa tvo heimska hershöfðingja sem fara í sömu átt við hliðina á sér heldur en tvo gáfaða sem fara í sitthvora áttina. Ég er aðeins að horfa á samfélagið núna og veit að þetta á eftir að versna miklu miklu meira. Þetta verður eins og sorgarferli og það á eftir að koma reiði og allskonar og við þurfum núna að fara hugsa sem 330 þúsund manna þjóð og gera vissa hluti til að hjálpa okkur og fara í sömu átt.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús sem er í raun einskonar eldræða. Klippa: Bítið - Magnús Scheving
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira