Börn í Vestmannaeyjum virðast ekki hafa dreift smiti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:00 Gríðarlega umfangsmikil skimun hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum síðustu daga. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Eyjum af öllum sveitarfélögum á Íslandi. „Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
„Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25
Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28