Tekst „nýja skólanum“ að skáka þeim gamla í sumar? | Síðari hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 18:00 KR eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Tekst þeim að verja titilinn í sumar? Vísir/Bára Eftirvæntingin fyrir Pepsi Max deildinni er mikil þó ekki sé ljóst hvenær leikar munu hefjast vegna þeirrar óvissu sem er í samfélaginu um þessar mundir. En við hverju má búast í sumar? Í gær var farið yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og hvað felst í því hugtaki. Þar voru Víkingur og Breiðablik nefnd til sögunnar en þeim er báðum spáð góðu gengi í sumar. Hér að neðan verður farið yfir lið sem flokka mætti þá undir „gamla skólann.“ Hugtakið er oft notað í niðrandi merkingu en hér er einfaldlega verið að reyna gera greinarmun á því sem Víkingur og Breiðablik virðast ætla að gera öðruvísi en önnur lið Pepsi Max deildarinnar. Að þessu sinni á „gamli skólinn“ frekar við um lið sem eru ekki hrædd við að verjast til að landa þremur stigum. Liðum sem eru vel skipulögð, beinskeytt, góð í að snúa vörn í sókn og öfugt. Þá eru þetta þau lið sem hafa unnið hvað flesta titla hér á landi undanfarin ár sem og þeir þjálfarar sem hafa náð hvað mestum árangri. „Gamli skólinn“ (KR, Valur, FH og Stjarnan) Ríkjandi Íslandsmeistarar KR stefna á að verja titil sinn en það er eitthvað sem Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, hefur ekki enn tekist. Rúnar Kristinsson hefur þrívegis stýrt KR til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.Vísir/Ernir Lið Rúnars spila öllu jafnan 4-2-3-1 leikkerfi. Markverðirnir í liðum hans eru oftast góður í loftinu og skipuleggja varnarleikinn vel. Þeir eru ekki oft kenndir við að vera frábærir í fótunum ef Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars, er frátalinn en hann lék nokkra leiki fyrir félagið áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Rúnar leggur samt sem áður mikið upp úr því að lið hans séu vel spilandi og geti leyst úr pressu. Bakverðir fá svo leyfi til að sækja á meðan liðið er oftast skipað tveimur djúpum miðjumönnum. Lið hans eru vel skipulögð, mjög góð í að breyta vörn í sókn og spila öllu jafnan mjög agaðan varnarleik sem og árangursríkan sóknarleik. Til að mynda skoraði aðeins Breiðablik fleiri mörk en KR í fyrra. Blikar skoruðu 45 en KR-ingar einu minna eða 44. Þá fengu Íslandsmeistararnir aðeins á sig 23 mörk eða minnst allra í deildinni. Rúnar hefur alla tíð verið duglegur að færa leikmenn til á vellinum. Þannig varð Skúli Jón Friðgeirsson að miðverði eftir að hafa verið sóknarsinnaður miðjumaður upp alla yngri flokka. Á síðustu leiktíð varð Kennie Chopart að öflugum sóknarbakverði eftir að hafa verið kant- og sóknarmaður allan sinn feril. KR liðið var hins vegar aldrei feimið við að sitja til baka og beita skyndisóknum ef þess þurfti. Til að mynda unnu þeir Víking 1-0 heima og að heiman þar sem Víkingar fengu varla færi. KR-ingar gerðu einfaldlega sitt þó svo að Rúnar hefði viljað sjá lið sitt spila boltanum betur sín á milli í fyrri leik liðanna. Heimir Guðjónsson er snúinn aftur í Pepsi Max deildina en hann tók við Val í haust. Heimir hefur verið undanfarin tvö ár í Færeyjum þar sem hann gerði HB frá Þórshöfn meðal annars að meisturum árið 2018. Þar áður hafði náð frábærum árangri með FH. Það er ekki alveg ljóst hvaða leikkerfi Valsmenn munu leika í sumar en Heimir spilaði nær eingöngu 4-2-3-1 á sínum tíma hjá FH. Eftir að hafa orðið meistarar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar tvö ár í röð þá var síðasta tímabil Valsmanna algjör skelfing. Liðið náði aldrei neinu flugi og endaði í 6.sæti, 23 stigum á eftir toppliði KR. Undir stjórn Ólafs var liðið á köflum einkar sóknarsinnað og í upphafi sumars 2018 var liðið að spila 3-3-4 leikkerfi með tvo bakverði sem hluta af þriggja manna varnarlínu. Byrjunarlið Vals á móti Stjörnunni #valurfotbolti #valur #pepsideildin #pepsimörkin #fotboltinetrt #fotboltinet #433_is pic.twitter.com/oOKBQPa9w5— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) May 18, 2018 Hvort Heimir muni prófa það á eftir að koma í ljós en það virðist sem hann mundi halda sig við sitt hefðbundna leikkerfi sem stendur. Hann telur Val vanta annan framherja til að minnka álagið á Patrick Pedersen, framherja liðsins. Sigurður Egill Lárusson hefur verið nýttur í fremstu víglínu á undirbúningstímabilinu þegar Pedersen spilar ekki. Aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val er svo Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, en hann þjálfaði áður Grindavík og KA í Pepsi Max deildinni. Hann er mjög taktískur þjálfari og hafa lið hans spilaðan agaðan varnarleik. Það sást best á því að Grindavík fékk aðeins á sig 28 mörk á síðustu leiktíð. Varnarleikur Vals ætti því að vera í toppmálum en liðið er skipað nokkrum af bestu varnarmönnum landsins. Þar má nefna Birki Má Sævarsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, þá er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á milli stanganna. Á undirbúningstímabilinu stillti Valur upp í fast leikatriði eftir innkast í leik gegn Leikni Reykjavík. Innkastið var á miðjum vallarhelmingi mótherja. Pedersen fór alveg ofan í aftasta varnarmann og ýtti varnarlínu Leiknis aftur. Hann kom svo á ferðinni í átt að innkastinu, fékk knöttinn á bringuna og lagði hann þannig fyrir Hauk Pál sem hafði upphaflega boðið sig stutt. Haukur sendi svo knöttinn í fyrsta, nánast blinandi þvert yfir völlinn á Kaj Leó í Bartalsstovu sem var aleinn á hægri væng liðsins. Hann lék upp að vítateig og gaf fyrir. Ólafur Kristjánsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með FH-liðið. Eftir að hafa lent í 5. sæti sumarið 2018 þá náði liðið 3. sæti í fyrra og ætlar sér eflaust enn stærri hluti á komandi leiktíð. Ólafur kýs að spila 4-3-3 með tvo fljótandi miðjumenn fyrir framan einn djúpan. Reikna má með að Björn Daníel Sverrisson verði í lykilhlutverki á miðjunni en annars er erfitt að lesa í mögulegt byrjunarlið FH. Davíð Þór Viðarsson er hættur, Brandur Olsen er farinn til Svíþjóðar og Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðablisk en báðir léku þeir á miðju liðsins í fyrra. Þeir Daníel Hafsteinsson, á láni, og Baldur Sigurðsson eru komnir til félagsins og mögulega eiga þeir að fylla í skarðið á miðju liðsins. Baldur hefur þó alltaf spilað best í svæðinu á bakvið fremsta mann og þá eru orðrómar um að hann muni leysa miðvörð ef þess þarf. Ólafur vill að sín lið spili boltanum vel meðfram jörðinni og leggur hann áherslu á að sækja í það sem kallast á ensku „half space“ en það er svæðið utarlega á jaðri vítateigs sitt hvoru megin. Leikmannahópur FH hefur verið síbreytilegur síðan Ólafur tók við og því erfitt að setja fingurinn nákvæmlega á hvað uppleggið verður í sumar. Morten Beck mun þó eflaust spila stórt hlutverk en í honum hefur Ólafur framherja sem hann treystir fullkomlega. Hinn stóri og stæðilegi Dani gæti því nýst vel ef FH-ingar ákveða að lyfta boltanum frekar upp völlinn heldur að spila knettinum með jörðinni. Morten Beck (til vinstri) hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann gekk í raðir FH.Bára/Vísir Að lokum er Stjarnan nefnd til sögunnar. Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari með Val og FH, er nú orðinn annar af aðalþjálfurum liðsins en fyrir er Rúnar Páll Sigmundsson sem gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014. Liðið hefur undir stjórn Rúnars Páls spilað beinskeyttan og árangursríkan fótbolta. Það er þó alltaf pláss fyrir listamanninn Hilmar Árna Halldórsson en hann hefur verið einn af albestu leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Spyrnugeta hans nýtur sín þó til hins ítrasta hjá stóru og sterku liði Garðbæinga. Föst leikatriði eru hrein martröð fyrir andstæðingana Stjörnunnar. Hvort Ólafur reyni að sannfæra Rúnar um að spila 3-3-4 leikkerfið sem hann prófaði hjá Val verður að koma í ljós en áhugavert verður að fylgjast með samstarfi þeirra í sumar. Í greinunum tveimur eru alls nefnd sex lið eða helmingur allra liða sem tekur þátt í Pepsi Max deildinni í ár. Ef til vill verður ekkert þeirra meistari og mögulega verða allt önnur lið sem stela fyrirsögnunum í sumar. Það verður hins vegar að koma í ljós en þessari samantekt er slegið upp til gamans og er aðeins skoðun undirritaðs en ekki íþróttadeildar Vísis. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Eftirvæntingin fyrir Pepsi Max deildinni er mikil þó ekki sé ljóst hvenær leikar munu hefjast vegna þeirrar óvissu sem er í samfélaginu um þessar mundir. En við hverju má búast í sumar? Í gær var farið yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og hvað felst í því hugtaki. Þar voru Víkingur og Breiðablik nefnd til sögunnar en þeim er báðum spáð góðu gengi í sumar. Hér að neðan verður farið yfir lið sem flokka mætti þá undir „gamla skólann.“ Hugtakið er oft notað í niðrandi merkingu en hér er einfaldlega verið að reyna gera greinarmun á því sem Víkingur og Breiðablik virðast ætla að gera öðruvísi en önnur lið Pepsi Max deildarinnar. Að þessu sinni á „gamli skólinn“ frekar við um lið sem eru ekki hrædd við að verjast til að landa þremur stigum. Liðum sem eru vel skipulögð, beinskeytt, góð í að snúa vörn í sókn og öfugt. Þá eru þetta þau lið sem hafa unnið hvað flesta titla hér á landi undanfarin ár sem og þeir þjálfarar sem hafa náð hvað mestum árangri. „Gamli skólinn“ (KR, Valur, FH og Stjarnan) Ríkjandi Íslandsmeistarar KR stefna á að verja titil sinn en það er eitthvað sem Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, hefur ekki enn tekist. Rúnar Kristinsson hefur þrívegis stýrt KR til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.Vísir/Ernir Lið Rúnars spila öllu jafnan 4-2-3-1 leikkerfi. Markverðirnir í liðum hans eru oftast góður í loftinu og skipuleggja varnarleikinn vel. Þeir eru ekki oft kenndir við að vera frábærir í fótunum ef Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars, er frátalinn en hann lék nokkra leiki fyrir félagið áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Rúnar leggur samt sem áður mikið upp úr því að lið hans séu vel spilandi og geti leyst úr pressu. Bakverðir fá svo leyfi til að sækja á meðan liðið er oftast skipað tveimur djúpum miðjumönnum. Lið hans eru vel skipulögð, mjög góð í að breyta vörn í sókn og spila öllu jafnan mjög agaðan varnarleik sem og árangursríkan sóknarleik. Til að mynda skoraði aðeins Breiðablik fleiri mörk en KR í fyrra. Blikar skoruðu 45 en KR-ingar einu minna eða 44. Þá fengu Íslandsmeistararnir aðeins á sig 23 mörk eða minnst allra í deildinni. Rúnar hefur alla tíð verið duglegur að færa leikmenn til á vellinum. Þannig varð Skúli Jón Friðgeirsson að miðverði eftir að hafa verið sóknarsinnaður miðjumaður upp alla yngri flokka. Á síðustu leiktíð varð Kennie Chopart að öflugum sóknarbakverði eftir að hafa verið kant- og sóknarmaður allan sinn feril. KR liðið var hins vegar aldrei feimið við að sitja til baka og beita skyndisóknum ef þess þurfti. Til að mynda unnu þeir Víking 1-0 heima og að heiman þar sem Víkingar fengu varla færi. KR-ingar gerðu einfaldlega sitt þó svo að Rúnar hefði viljað sjá lið sitt spila boltanum betur sín á milli í fyrri leik liðanna. Heimir Guðjónsson er snúinn aftur í Pepsi Max deildina en hann tók við Val í haust. Heimir hefur verið undanfarin tvö ár í Færeyjum þar sem hann gerði HB frá Þórshöfn meðal annars að meisturum árið 2018. Þar áður hafði náð frábærum árangri með FH. Það er ekki alveg ljóst hvaða leikkerfi Valsmenn munu leika í sumar en Heimir spilaði nær eingöngu 4-2-3-1 á sínum tíma hjá FH. Eftir að hafa orðið meistarar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar tvö ár í röð þá var síðasta tímabil Valsmanna algjör skelfing. Liðið náði aldrei neinu flugi og endaði í 6.sæti, 23 stigum á eftir toppliði KR. Undir stjórn Ólafs var liðið á köflum einkar sóknarsinnað og í upphafi sumars 2018 var liðið að spila 3-3-4 leikkerfi með tvo bakverði sem hluta af þriggja manna varnarlínu. Byrjunarlið Vals á móti Stjörnunni #valurfotbolti #valur #pepsideildin #pepsimörkin #fotboltinetrt #fotboltinet #433_is pic.twitter.com/oOKBQPa9w5— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) May 18, 2018 Hvort Heimir muni prófa það á eftir að koma í ljós en það virðist sem hann mundi halda sig við sitt hefðbundna leikkerfi sem stendur. Hann telur Val vanta annan framherja til að minnka álagið á Patrick Pedersen, framherja liðsins. Sigurður Egill Lárusson hefur verið nýttur í fremstu víglínu á undirbúningstímabilinu þegar Pedersen spilar ekki. Aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val er svo Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, en hann þjálfaði áður Grindavík og KA í Pepsi Max deildinni. Hann er mjög taktískur þjálfari og hafa lið hans spilaðan agaðan varnarleik. Það sást best á því að Grindavík fékk aðeins á sig 28 mörk á síðustu leiktíð. Varnarleikur Vals ætti því að vera í toppmálum en liðið er skipað nokkrum af bestu varnarmönnum landsins. Þar má nefna Birki Má Sævarsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, þá er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á milli stanganna. Á undirbúningstímabilinu stillti Valur upp í fast leikatriði eftir innkast í leik gegn Leikni Reykjavík. Innkastið var á miðjum vallarhelmingi mótherja. Pedersen fór alveg ofan í aftasta varnarmann og ýtti varnarlínu Leiknis aftur. Hann kom svo á ferðinni í átt að innkastinu, fékk knöttinn á bringuna og lagði hann þannig fyrir Hauk Pál sem hafði upphaflega boðið sig stutt. Haukur sendi svo knöttinn í fyrsta, nánast blinandi þvert yfir völlinn á Kaj Leó í Bartalsstovu sem var aleinn á hægri væng liðsins. Hann lék upp að vítateig og gaf fyrir. Ólafur Kristjánsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með FH-liðið. Eftir að hafa lent í 5. sæti sumarið 2018 þá náði liðið 3. sæti í fyrra og ætlar sér eflaust enn stærri hluti á komandi leiktíð. Ólafur kýs að spila 4-3-3 með tvo fljótandi miðjumenn fyrir framan einn djúpan. Reikna má með að Björn Daníel Sverrisson verði í lykilhlutverki á miðjunni en annars er erfitt að lesa í mögulegt byrjunarlið FH. Davíð Þór Viðarsson er hættur, Brandur Olsen er farinn til Svíþjóðar og Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðablisk en báðir léku þeir á miðju liðsins í fyrra. Þeir Daníel Hafsteinsson, á láni, og Baldur Sigurðsson eru komnir til félagsins og mögulega eiga þeir að fylla í skarðið á miðju liðsins. Baldur hefur þó alltaf spilað best í svæðinu á bakvið fremsta mann og þá eru orðrómar um að hann muni leysa miðvörð ef þess þarf. Ólafur vill að sín lið spili boltanum vel meðfram jörðinni og leggur hann áherslu á að sækja í það sem kallast á ensku „half space“ en það er svæðið utarlega á jaðri vítateigs sitt hvoru megin. Leikmannahópur FH hefur verið síbreytilegur síðan Ólafur tók við og því erfitt að setja fingurinn nákvæmlega á hvað uppleggið verður í sumar. Morten Beck mun þó eflaust spila stórt hlutverk en í honum hefur Ólafur framherja sem hann treystir fullkomlega. Hinn stóri og stæðilegi Dani gæti því nýst vel ef FH-ingar ákveða að lyfta boltanum frekar upp völlinn heldur að spila knettinum með jörðinni. Morten Beck (til vinstri) hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann gekk í raðir FH.Bára/Vísir Að lokum er Stjarnan nefnd til sögunnar. Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari með Val og FH, er nú orðinn annar af aðalþjálfurum liðsins en fyrir er Rúnar Páll Sigmundsson sem gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014. Liðið hefur undir stjórn Rúnars Páls spilað beinskeyttan og árangursríkan fótbolta. Það er þó alltaf pláss fyrir listamanninn Hilmar Árna Halldórsson en hann hefur verið einn af albestu leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Spyrnugeta hans nýtur sín þó til hins ítrasta hjá stóru og sterku liði Garðbæinga. Föst leikatriði eru hrein martröð fyrir andstæðingana Stjörnunnar. Hvort Ólafur reyni að sannfæra Rúnar um að spila 3-3-4 leikkerfið sem hann prófaði hjá Val verður að koma í ljós en áhugavert verður að fylgjast með samstarfi þeirra í sumar. Í greinunum tveimur eru alls nefnd sex lið eða helmingur allra liða sem tekur þátt í Pepsi Max deildinni í ár. Ef til vill verður ekkert þeirra meistari og mögulega verða allt önnur lið sem stela fyrirsögnunum í sumar. Það verður hins vegar að koma í ljós en þessari samantekt er slegið upp til gamans og er aðeins skoðun undirritaðs en ekki íþróttadeildar Vísis.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira