Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 22:00 Hildur María með þeim feðgum Baldri Kára og Hilmari. Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar. Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar.
Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira