Hraðari lækkun bankaskatts, beingreiðsla til barnafólks og gjafabréf fyrir ferðalög innanlands eru meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld kynntu í dag, til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónuveirunnar.
Fjallað verður ítarlega um aðgerðarpakka stjórnvalda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Einnig verður rætt við fulltrúa stjórnarandstöðunnar um aðgerðirnar, framkvæmdastóra Samtaka atvinnulífsins og formanna ASÍ.
Til stendur að herða aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirunnar og takmarka enn frekar fjölda fólks sem má koma saman. Rætt verður við yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu um málið.
Einnig fylgjumst við með þróuninni erlendis og tónleikum í samkomubanni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.